Ben Chilwell, leikmaður Chelsea, fékk fjölmörg skilaboð á Instagram í gær eftir nýjustu myndbirtinguna.
Þar mátti sjá Chilwell slakan í sumarfríi en hann er nú kominn í frí eftir að ensku deildinni lauk.
Chilwell er með 1,8 milljónir fylgjenda á Instagram en kommentakerfið var lítið að pæla í nýjustu mynd hans.
Þar voru stuðningsmenn Chelsea að grátbiðja Chilwell um að sannfæra Mason Mount um að vera áfram hjá félaginu.
Stuðningsmenn Chelsea sendu þúsundir skilaboða til Chilwell þar sem þeir báðu bakvörðinn um að ræða við vin sinn.
Miklar líkur eru á að Mount sé á förum frá Chelsea í sumar en hann hefur allan sinn feril verið samningsbundinn félaginu og er góðvinur Chilwell.