Manchester City 2 – 1 Manchester United
1-0 Ilkay Gundogan(‘1)
1-1 Bruno Fernandes(’33, víti)
2-1 Ilkay Gundogan(’51)
Það er með sanni hægt að segja að Manchester City á eftir að sakna Ilkay Gundogan ef hann fer í sumar.
Man City tryggði sér í dag sinn annan titil á tímabilinu eftir að hafa fagnað sigri í ensku úrvalsdeildinnik.
Manchester United var andstæðingur þeirra bláklæddu í dag en um var að ræða leik í úrslitum bikarsins.
Gundogan var munurinn á þessum liðum í dag og skoraði tvennu en bæði mörk voru lögð upp af Kevin de Bruyne.
Bruno Fernandes skoraði mark Man Utd en hann gerði það af vítapunktinum í fyrri hálfleik.
Þrennan því enn möguleika fyrir Man City sem á enn eftir að spila úrslit Meistaradeildarinnar.