Sveindís Jane Jónsdóttir spilaði allan leikinn fyrir Wolfsburg í dag sem mætti Barcelona á Phillips Stadium.
Um var að ræða stærsta leik ársins í kvennaboltanum eða úrslit Meistaradeildarinnar.
Barcelona var fyrir leikinn mun sigurstranglegra en Sveindís og stöllur komust í 2-0 og leiddu þannig eftir fyrri hálfleikinn.
Það var staða sem fáir sáu fyrir sér en þær þýsku voru í kjörstöðu fyrir seinni 45.
Barcelona svaraði hins vegar með tveimur mörkum á fyrstu fimm mínútum seinni hálfleiks og staðan allt í einu orðin 2-2.
Svíinn Fridolina Rolfo sá svo um að skora sigurmarkið fyrir Barcelona er hálftími var eftir og grátlegt tap Wolfsburg staðreynd.