Phil Neville, fyrrum leikmaður Manchester United og Everton, hefur verið rekinn úr starfi í Bandaríkjunum.
Neville hafði undanfarin tvö ár starfað sem þjálfari Inter Miami en var fyrir það landsliðsþjálfari kvennaliðs Englands.
Gengi Inter Miami hefur verið skelfilegt á tímabilinu og hefur liðið aðeins fengið 15 stig úr 15 leikjum.
Eftir einn sigur í síðustu fimm leikjunum ákvað David Beckham, fyrrum liðsfélagi Neville, að láta vin sinn fara.
Það er mikil vinátta þeirra á milli en Beckham er eigandi Inter Miami og lék með Neville hjá Man Utd í mörg ár.