Casemiro, leikmaður Manchester United, hefur staðfest það að hann hafi sent umboðsmanni sínum áhugaverð skilaboð síðasta sumar.
Casemiro lofaði þar að hann myndi ‘laga’ gengi Man Utd sem byrjaði tímabilið illa en skilaboð hans voru send eftir 4-0 tap gegn Brentford í ágúst.
Á þeim tímapunkti var Casemiro leikmaður Real Madrid en koma hans til Manchester hjálpaði Rauðu Djöflunum að ná þriðja sæti deildarinnar eftir erfiða byrjun.
,,Ég efaðist aldrei um þessa ákvörðun. Ég var alltaf mjög skýr þegar kom að valinu. Ef ég á að vera hreinskilinn þá sagði ég þetta við hann. Ég var mjög spenntur og að taka þessari áskorun,“ sagði Casemiro.
,,Ég vissi að þessi áskorun yrði ekki auðveld og það var erfitt að taka þessu tapi en tímabilið er langt og við vissum að við myndum ekki byrja að vinna allt um leið.“
,,Við eigum skilið hrós fyrir að snúa okkar tímabili við miðað við hvernig það byrjaði. Þetta var ekki bara ég því það er ómögulegt fyrir einn leikmann að breyta heilu liði.“