Jón Sveinsson þjálfari Fram segir það þvætting að hann hafi sleppt nokkrum æfingum til þess að vera á Akureyri.
Jón svaraði fyrir sig í viðtali við Fótbolta.net í gær en hann fékk gagnrýni í hlaðvarpsþættinum Þungavigtin.
Kristján Óli Sigurðsson, einn af þáttastjórnendum Þungavigtarinnar, benti á að það væri ósætti innan félagsins með störf Jóns sem átti ekki að hafað verið með liðinu síðustu daga fyrir 4-2 tap gegn Fram á mánudag.
„Hann er með frjálsa mætingu. Leikmenn eru orðnir sturlaðir af reiði yfir þessu,“ sagði Kristján á meðan annars en síðar kom í ljós að hann hefði verið í jarðarför og aðeins misst af einni æfingu.
„Ég get ekki stjórnað því sem Kristján Óli segir, þetta var þvættingur. Ég nenni ekki að svara því,“ sagði Jón við Fótbolta.net.
„Hann er í þeirri stöðu að hann getur sagt það sem honum sýnist og þarf ekki að taka ábyrgð á því. Því miður er fólk að pikka þetta upp og miðlar að birta þetta.“
„Þetta var ósanngjörn umræða, mér fannst að mér vegið. Mér gæti ekki verið meira sama hvað hann segir.“
„Þetta hafði áhrif á mig, mér fannst að mér vegið. Ég veit ekki hvað honum liggur að baki, það skiptir mig ekki máli. Ég veit betur.“