fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fókus

Átti sér yngri elskhuga og þénaði meira en bóndi hennar – Var Edith sek um morð eða fórnarlamb úreltra sjónarmiða um hegðun kvenna?

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Föstudaginn 2. júní 2023 22:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 9. janúar 1923 Edith Thompson, 29 ára, og elskhugi hennar, hinn aðeins 20 ára gamli Frederick Bywaters, tekin af lífi fyrir morðið á eiginmanni Edith, Percy Thompson. 

Aftakan var umdeild, jafnvel þá, og er enn umdeildari í dag. Var Edith borin af fjórum mönnum, það skelfingu lostin að það hafði verið mokað í hana róandi lyfjum svo dögum skipti, að aftökupallinum og hengd saklaus? 

Aðeins 800 metrar skildu að elskendurna sem teknir voru af lífi á sama tíma en innan sitthvors fangelsisgarðsins. 

Home - Edith Jessie Thompson
Edith

Morðkvendi eða fórnarlamb siðferðissjónarmiða?

Var Edith sek um að hafa táldregið mun yngri mann í að myrða eiginmanninn ? Eða var hún fórnarlamb löngu úreltra siðferðissjónarmiða um hvernig eiginkonu bæri að haga sér? Var hennar stóri glæpur að vera afar aðlaðandi og sjálfstæð kona sem gaf lítið fyrir reglur samfélagsins um hvernig eiginkonu af millistétt bæri að haga sér? 

Og greiddi hún fyrir með lífi sínu að fylgja þeim ekki? 

Þremur mánuðum fyrir aftökuna hafði Freddie hlaupið upp að eiginmanni Edith, Percy, og margslungið hann með hnífi er þau voru á leið heim úr leikhúsi. Svo mikið er kristaltært. En Freddie hélt því fram, allt fram í rauðan dauðann, að Edith hefði ekkert vitað af áætlun hans og Edith hélt ávallt fram sakleysi sínu. 

Edith, Percy og Freddie.

Óvenju metnaðarfull

Edith fæddist á síðasta áratug 19. aldar, elst fimm systkina, og þurfti hún því að hjálpa til við uppeldi systur sinnar og þriggja bræðra. 

Frá unga aldri sýndi Edith mikið sjálfstæði og vilja til að komast lengra í lífinu en foreldrar hennar, sem voru af láglaunastétt.

Um leið og hún lauk skólagöngu flutti hún að heiman og inn í miðborg Lundúna þar sem hún fékk vinnu hjá heildsölufyrirtæki er seldi dömuhatta. Hún stóð sig svo vel í starfi að hún var orðin yfirmaður innkaupasviðs áður en varði. Hún vildi lengra. Hún vildi meira. 

Í janúar 1916 giftist hún skrifstofumanninum Percy Thompson og keyptu þau saman hús. Þau höfðu kynnst þegar hún var 15 ára og hann 18 ára og verið saman í sex ár. Edith þénaði töluvert meira en eiginmaður hennar, sem var afar óvenjulegt á þessum árum, og borgaði hún meirihlutann af kaupverði hússins þótt það væri í nafni eiginmanns hennar, eins og hefð var fyrir á þessum árum. Sem reyndar pirraði Edith en Percy tók ekki annað í mál. En þau lifðu góðu lífi, að því virtist, og skorti ekkert. 

Preface - Edith Jessie Thompson
Percy og Edith

Ólík hjón… Og svo kom Freddie

Nú hefði Edith átt að gerast húsmóðir og móðir en hún hafði aðrar hugmyndir. Hún var afbragðs dansari og naut þess að fara út á kvöldin og njóta lífsins á fínustu hótelum og í bestu danshöllum London. Hún átti stóran vinahóp sem hún fór oft með í leikhús, kvikmyndahús eða veitingastaðim sem var eitthvað sem Percy hafði minni áhuga á enda þótti hann fremur dauflyndur og húmorslaus.

Frederick Bywaters hafði verið bekkjarbróðir yngri bróðir Edith, og góður fjölskylduvinur, en hætt í skóla 13 ára að aldri til að ganga í kaupskipaflotann.

Í júní 1921 var Frederick í fríi þegar honum var boðið í vikufrí með Percy, Edith og systur hennar til Isle of Wight. Og í lok vikunnar hafði Edith og þá hinn hinn aðeins 18 ára gamli Frederick hafið ástarsamband og bauð hún honum að leigja herbergi hjá þeim hjónum á milli siglinga.

Frederick, kallaður Freddire, var léttur í skapi, ólíkt hinum þunglamalega Percy, og hafði margar skemmtilegar sögur að segja frá ferðum sínum, sem Edith þótt gaman að heyra. Percy átti einnig til að koma harkalega fram við konu sína, stundum þannig að það sáust á henni áverkar. 

Edith Thompson - Wikiwand
Edith og Freddie.

Bréfin örlagaríku

Þegar að Freddie var að sigla skiptust þau Edith á bréfum sem Edith krafði hann um að brenna eftir lestur. En hann gerði það ekki og segja þessí bréf í dag mikið um samband þremenninganna, eiginmannsins, eiginkonunnar og ástmannsins, svo og um þankagang Edith. Sum bréfin voru um daglega hluti en önnur voru dýpri pælingar um kynlíf, þungunarrof, sjálfsvíg og tilgang lífsins.

Þau flökkuðu á milli raunveruleika og fantasíu og í nokkrum bréfanna skrifar Edith um sig í þriðju persónu, líkt og skáldsögu, og gefur í skyn að kannski hefði eiginmaður (söguhetjunnar) gott af smáræði af eitri í mat sinn. 

Þessi bréf kostuðu sennilega Edith lífið.

Sömuleiðis skrifaði hún hversu ósanngjarnt það væri að margir prýðilegir menn hefðu farist í stríðinu þegar að ,,mun verri menn” væru enn á lífi. En hún nefndi engin nöfn. 

En dvöl Freddie á heimili fjölskyldunnar var ekki löng þar sem hann skarst í leikinn þegar að Percy lagði hendur á Edith,og henti Percy honum út í kjölfarið.

Morðið

Þann 3. október 1922 fóru Edith og Percy í leikhús og voru á leið heim af lestarstöð þegar að maður stökk fram úr nálægum runna og stakk Percy nokkrum sinnum í hálsinn með hníf. 

Blóðið úr honum skvettist í allt að 13 metra fjarlægð. 

Edith gjörsamlega trylltist og heyrðu nágrannar hana öskra á einhvern að hætta. Þegar að lögregla kom á svæðið var hún í taugaáfalli að því virtist og færð á lögreglustöð.

Það tók lögreglu aðeins nokkra klukkutíma að gruna Freddire um morðið en bróðir Percy hafði sagt hann líklegan þar sem Freddie væri næsta örugglega að sofa hjá mágkonu hans. 

Hinn þá tvítugi Freddie bjó þá hjá móður sinni og handtók lögregla hann þá sömu nótt. Í herbergi hans fundust öll bréfin frá Edith og var hún þá strax grunuð um aðkomu að morðinu. 

Lögregla gætti þess að láta elskendurna hittast á lögreglustöðinni til að sjá viðbrögð þeirra. Ediith öskraði á Percy af hverju hann hefði gert þetta, hún hefði aldrei vilja mann sinn látinn. 

Freddie játaði strax morðið en sagði það sjálfsvörn. Hann hefði ætlað að tala við Percy sem hefði þá ráðist að honum og hefði hann þá tekið upp hnífinn. Hann harðneitaði að Edith hefði átt nokkurn þátt í því, þetta hefði verið hans hugmynd og hún ekkert vitað af veru hans nálægt húsinu. 

The British Newspaper Archive Blog South London Special | British Newspaper Archive
Fjölmiðlar misstu sig yfir morðinu.

Almenningsálitið

Fjölmiðlar gjörsamlega sprungu yfir hinum hneykslanlegu fréttum að piltur, vart af barnsaldri, hefði myrt eiginmann eldri ástkonu sinnar. Og það hugsanlega að hennar beiðni.

Yfirvöld töldu svo vera og þann 6. desember 1922 voru Freddie og Edith leidd inn í dómssal, ásökuð um morðið á Percy. 

Hópur fólk beið spenntur fyrir utan og sáu atvinnulausir sér færi á að færa fólki stóla gegn greiðslu auk þess sem þeir sem voru það heppnir að ná sæti í dómssal gátu selt þau gegn háu verði. 

Tímasetning réttarhaldanna var afleit fyrir Edith. Litið var svo á að Bretland hefði misst allt of marga unga menn á vígstöðvum fyrri heimsstyrjaldarinnar og það væri til háborinnar skammar að sjálfselsk, eldri, gift kona – eflaust með brókarsótt á háu stigi, of máluð og í of stuttum pilsum – sendi enn einn prýðispiltinn í dauðann út af sjálfselskunni einni. 

Svo fór að almenningur snerist á sveif með Freddie en hatur gegn Edith jókst dag frá degi og skilaði það sér augljóslega bæði til kviðdóms og dómara. 

Justice fight for Edith Thompson, woman in 1923 hanging
Edith og Freddie

Dómur og aftökur

Svo fór að bæði Freddie og Edith voru dæmd til dauða með hengingu aðeins fimm dögum inn í réttarhöldin þrátt fyrir ítrekuð mótmæli þeirra beggja um að Edith hefði hvergi komið nálægt morðinu. Það leið næstum yfir Freddie við að heyra dauðadóm yfir ástkonu sinni sem hann hrópaði á kviðdómendur að hún væri alsaklaus, hann og aðeins hann bæri ábyrgð. 

Freddie játaði en sönnunargögn yfir Edith voru vægast sagt vafasöm. Vitni sögðu hana hafa verið skelfingu lostna við árásina og reynt að bjarga manni sínu. Þar að auki höfðu þau hjón fengið leikhúsmiðana gefna á síðustu stundu og rokið út. Var engin leið að Edith hefði getað látið Freddie vita um ferðir þeirra, hann hlaut að hafa elt þau og/eða setið fyrir þeim. 

Það var hafin undirskriftasöfnun til bjargar Freddie og skrifuðu yfir milljón manns undir. En Edith var nú hataðasta kona Bretlands og öllum nokk sama um hennar örlög. Hún var dræsa sem hafði brotið hjónabandsheit sín, táldregið yngri mann og lokkað hann til að fremja morð , eða svo var skoðun almennings.

Edith eyddi síðustu dögum sínum í hálfgerðri sturlun, barði á dyr og vegg þar til hún var alblóðug og neitaði að borða.

Á þessum árum var öllum dauðadómum yfir konum áfrýjað sjálfkrafa en var áfrýjun Edith hent út á núlleinni. 

In 1923, Edith Thompson was hanged for a murder her lover committed - The  Big Issue
Slegist var um að líta sakborningana augum.

Sek eða saklaus?

Smám saman gleymdist Edith en að nýlega hófu sagnfræðingar og afbrotafræðingar að kanna alla þætti málsins betur. Eru flestir á þeirri skoðun að það hafið verið í hæsta máta vafasamt að hengja Edith fyrir morðið á manni sínum, morð sem hún augljóslega framdi ekki og er í hæsta máta vafasamt að hún hafi komið nálægt á nokkurn hátt. 

Mál Edith Thompson er nú til skoðunar hjá breskum yfirvöldum og er talið að hún mun að öllum líkindum verða náðuð og það á þessu ári. 

Ekki að það hjálpi henni mikið héðan af. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fræðsluskot Óla tölvu: Svona geturðu skoðað Reykjavík í þrívídd

Fræðsluskot Óla tölvu: Svona geturðu skoðað Reykjavík í þrívídd
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gerard Butler ofkældist við tökur á Íslandi

Gerard Butler ofkældist við tökur á Íslandi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýjasta vendingin í stóra Hollywood-dramanu – Disney dregið inn í málið út af þessari persónu í Deadpool-myndinni

Nýjasta vendingin í stóra Hollywood-dramanu – Disney dregið inn í málið út af þessari persónu í Deadpool-myndinni