Logi Tómasson varnarmaður Víkings hrinti Halldóri Árnasyni þjálfara Breiðabliks eftir leik liðanna í Bestu deild karla í kvöld. Halldór féll til jarðar eftir atvikið.
Allt sauð upp úr eftir það og voru mörgum ansi heitt í hamsi, sérstaklega á meðal Víkinga.
Logi Tómasson fékk rautt spjald eftir leik eftir því sem kom fram í Stúkunni á Stöð2 Sport. Sparkspekingurinn, Kristján Óli Sigurðsson birti atvikið á Twitter.
Dæmi hver fyrir sig. 🆘🆘🔴🔴🟥🟥 https://t.co/2A402qlwsC pic.twitter.com/jzju1IbGeX
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) June 2, 2023
Rosaleg dramatík var í Kópavogi þar sem Víkingur var 0-2 forystu gegn Blikum þegar komið var í uppbótartíma.
Danijel Djuric og Birnir Snær Ingason skoruðu mörk bikarmeistaranna í sigri á Íslandsmeisturunum. Gísli Eyjólfsson lagaði stöðuna fyrir Blika í uppbótartíma.
Það var svo Klæmint Olsen sem jafnaði fyrir Blika í uppbótartíma. Allt sauð upp úr eftir það þar sem Sölvi Geir Ottesen aðstoðarþjálfari Víkings fékk rautt spjald.
Blikar eru nú fimm stigum á eftir Víkingi eftir ellefu umferðir en Valur er sjö stigum á eftir eftir jafntefli gegn FH í kvöld.