Rosaleg dramatík var í Kópavogi þar sem Víkingur var 0-2 forystu gegn Blikum þegar komið var í uppbótartíma.
Danijel Djuric og Birnir Snær Ingason skoruðu mörk bikarmeistaranna í sigri á Íslandsmeisturunum. Gísli Eyjólfsson lagaði stöðuna fyrir Blika í uppbótartíma.
Það var svo Klæmint Olsen sem jafnaði fyrir Blika í uppbótartíma. Allt sauð upp úr eftir það þar sem Sölvi Geir Ottesen aðstoðarþjálfari Víkings fékk rautt spjald.
Blikar eru nú fimm stigum á eftir Víkingi eftir ellefu umferðir en Valur er sjö stigum á eftir eftir jafntefli gegn FH í kvöld.
Adam Ægir Pálsson kom Val yfir en hinn magnaði Kjartan Henry Finnbogason jafnaði leikinn undir lok fyrri hálfleiks, þar við sat.
Fram vann svo öflugan sigur á Keflavík en gestirnir sitja sem fastast á botni deildarinnar.
Breiðablik 2 – 2 Víkingur.
0-1 Danijel Dejan Djuric
0-2 Birnir Snær Ingason
1-2 Gísli Eyjólfsson
2-2 Klæmint Olsen
Valur 1 – 1 FH
1-0 Adam Ægir Pálsson
1-1 Kjartan Henry Finnbogason
Fram 4 – 1 Keflavík
1-0 Fred Saraiv
2-0 Aron Jóhannsson
2-1 Stefan Ljubicic
3-1 Delphin Tshiembe
4-1 Fred Saraiva