Stjarnan lék sér að KA í Bestu deild karla en liðin áttust við í Garðabæ í kvöld. Stjarnan komst með sigrinum upp úr fallsæti Bestu deildarinnar.
Eggert Aron Guðmundsson skoraði eina markið í fyrri hálfleik eftir tæplega hálftíma leik.
Ísak Andri Sigurgeirsson kom liðinu í 2-0 áður en Hilmar Árni Halldórsson bætti við þriðja markinu.
Það var svo Emil Atlason sem bætti við fjórða markinu fyrir Stjörnuna og gulltrygði sannfærandi sigur.
Stjarnan fer upp í níunda sætið með tíu stig en KA er með 14 stig um miðja deild.
Stjarnan 4 – 0 KA
1-0 Eggert Aron Guðmundsson
2-0 Ísak Andri Sigurgeirsso
3-0 Hilmar Árni Halldórsson
4-0 Emil Atlason