Mason Mount miðjumaður Chelsea virðist nokkuð slakur þrátt fyrir að framtíð hans er í lausu lofti og Manchester United reynir að kaupa hann.
Mount er á Spáni í fríi með Ben Chilwell liðsfélaga sínum hjá Chelsea sem birtir myndir af honum sofandi.
Stuðningsmenn Chelsea eru duglegir að setja ummæli við færslu Chilwell úr fríinu og grátbiðja hann um að sannfæra Mount um að vera áfram.
Búist er við að Mancester United gangi frá kaupum á Mason Mount á allra næstu dögum frá Chelsea. Hefur hann sjálfur samþykkt að ganga í raðir félagsins.
Sagt er að United og Chelsea muni fara í viðræður á allra næstu dögum til að reyna að klára samkomulag.
Mount er 24 ára gamall enskur landsliðsmaður en Chelsea hefur ítrekað reynt að framlengja samning hans án árangurs.