Í nýjasta þætti Þungavigtarinnar hélt Kristján Óli Sigurðsson sparkspekingur því fram að óánægja væri á meðal leikmanna Fram vegna þess að Jón Sveinsson þjálfari hafi tekið sér fjögurra daga frí frá æfingum liðsins fyrir leik gegn KA fyrir norðan.
Fram tapaði 4-2 gegn KA á mánudag.
Kristján hélt því fram að Jón hafi skellt sér norður í frí á miðvikudag og misst af fjölda æfinga.
Samkvæmt heimildum 433.is fór Jón hins vegar ekki norður fyrr en á föstudag, en það var vegna jarðarfarar á Siglufirði sem hann var viðstaddur á laugardeginum.
Jón missti aðeins af einni æfingu. Eftir það kom hann til móts við lið Fram á ný.
Hann vildi ekki ræða málið nánar við 433.is í dag.