Stefan Ortega verður í marki Manchester City gegn nágrönnum sínum í Manchester United í úrslitaleik enska bikarsins á morgun.
Ortega er þrítugur og kom frá Arminia Bielefeld í Þýskalandi síðasta sumar.
Kappinn hefur verið varaskeifa fyrir Ederson í marki City en hefur fengið tækifærið í bikarleikjum.
Anthony Martial verður ekki með United og þá er búist við að Antony verði heldur ekki klár í slaginn.
Svona er talið að byrjunarliðin verði í leiknumm á morgun sem hefst klukkan 14:00.
Manchester City:
Ortega; Walker, Dias, Ake; Stones, Rodri; Bernardo, De Bruyne, Gundogan, Grealish; Haaland
Manchester United:
De Gea; Wan-Bissaka, Varane, Lindelof, Shaw; Casemiro, Eriksen; Sancho, Fernandes, Garnacho; Rashford