Íþróttavikan kemur út alla föstudaga. Hana má nálgast hér á 433.is, Hringbraut.is og í Sjónvarpi Símans, sem og í hlaðvarpsformi.
Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum og í þetta sinn var gestur Ásgerður Stefanía Baldursdóttir.
Valur vann Víking R. í Bestu deild karla á dögunum sem opnaði toppbaráttuna. Tryggvi Hrafn Haraldsson var í byrjunarliði Arnars Grétarssonar, en hann hefur verið að koma inn af bekknum.
„Mér fannst útspilið hjá Arnari að byrja Tryggva mjög vel gert,“ sagði Hrafnkell í þættinum.
Horfðu á þáttinn í heild hérna
„Tryggvi hefur ekki fest sig í sessi í byrjunarliði Vals, sem er skandall. Hann var besti leikmaðurinn í einum stærsta leik sumarsins.“
Umræðan í heild er í spilaranum.