Íþróttavikan kemur út alla föstudaga. Hana má nálgast hér á 433.is, Hringbraut.is og í Sjónvarpi Símans, sem og í hlaðvarpsformi.
Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum og í þetta sinn var gestur Ásgerður Stefanía Baldursdóttir.
Valur vann Víking R. í Bestu deild karla á dögunum. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var þó ansi jákvæður í garð sinna manna í viðtali eftir leik.
Horfðu á þáttinn í heild hérna
„Þetta var stórfurðulegt viðtal,“ sagði Helgi.
Hrafnkell tók til máls. „Hann vissi að einhvern tímann myndi hann tapa leik. Hann ákvað að drepa ekki stemninguna og mæta trylltur. Bara áfram gakk.“
Umræðan í heild er í spilaranum.