Stefan Ortega verður í marki Manchester City gegn nágrönnum sínum í Manchester United í úrslitaleik enska bikarsins á morgun.
Ortega er þrítugur og kom frá Arminia Bielefeld í Þýskalandi síðasta sumar.
Kappinn hefur verið varaskeifa fyrir Ederson í marki City en hefur fengið tækifærið í bikarleikjum.
Pep Guardiola staðfesti í dag að hann muni halda tryggð við Ortega í úrslitaleiknum á morgun.
Leikur Manchester City og Manchester United fer fram á Wembley og hefst klukkan 14 á morgun.
🗣 "He is going to play." ✅
Pep Guardiola is staying loyal to Stefan Ortega for the FA Cup final 🧤 pic.twitter.com/Z5YbcLZ5h3
— Football Daily (@footballdaily) June 2, 2023