fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Eyjan

Sérhæfa sig í aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

Eyjan
Föstudaginn 2. júní 2023 11:15

Þórir Helgi Sigvaldason, framkvæmdastjóri Identi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögfræðingarnir Þórir Helgi Sigvaldason og Kristinn Svansson hafa stofnað fyrirtækið Identi sem sérhæfir sig í aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Þeir segja hugmyndina að stofnun fyrirtækisins hafa fæðst í kjölfar setningu nýrra laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Með lögunum voru skyldur látnar ná til aðila sem hafa ekki þurft að láta málaflokkinn sig varða hingað til, svo sem fasteignasala, bifreiðasala, bókara og endurskoðenda.

Eftir setningu nýju peningaþvættislaganna varð okkur ljóst að þörf væri á einföldum og praktískum lausnum fyrir smærri aðila. Skatturinn, sem er eftirlitsaðilinn í málaflokknum, hefur hert eftirlitið upp á síðkastið og látið fjölmargar sektir falla á aðila sem hafa ekki sinnt lagaskyldum sínum með fullnægjandi hætti. Er því brýnt að tilkynningarskyldir aðilar láti sig málaflokkinn varða og gæti þess að innviðir séu í lagi er viðkoma aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka svo koma megi í veg fyrir orðsporshnekki og fjártjón í kjölfar stjórnvaldsaðgerða,“ segir Þórir Helgi, framkvæmdastjóri Identi.

Identi býður upp á heildstæða lausn í baráttunni gegn peningaþvætti og fjármögnun, hvort sem það er í formi hugbúnaðarlausnar til að einfalda hlítnikröfur eða ráðgjafar. „Í þeim efnum má nefna að Identi býður tilkynningarskyldum aðilum einfaldan og hagkvæman hugbúnað til að framkvæma áreiðanleikakannanir á tilvonandi viðskiptavinum, áhættumat, stefnur og verkferla og fræðslu fyrir starfsfólk, en þetta eru þau grundvallaratriði sem verða að vera til staðar í rekstri tilkynningarskyldra aðila,“ segir Þórir Helgi.

Hundruð aðila nýta þjónustu Identi til að gera áreiðanleikakannanir á viðskiptavinum sínum að sögn Þóris Helga. „Identi hefur jafnframt samið grunn að áhættumati fyrir ýmsar starfsstéttir og unnið sérhæft áhættumat fyrir fjölda tilkynningarskylda aðila. Þá hefur Identi jafnframt staðið fyrir fræðslu fyrir ýmsa aðila ásamt því að sinna réttargæslu fyrir tilkynningarskylda aðila sem sætt hafa stjórnvaldsaðgerðum af hálfu Skattsins og Fjármálaeftirlitsins,“ segir Þórir Helgi enn fremur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sakar Reykjavíkurborg um að draga lappirnar varðandi viðbrögð við rafhjólaslysum

Sakar Reykjavíkurborg um að draga lappirnar varðandi viðbrögð við rafhjólaslysum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir sigur Kristrúnar og Samfylkingarinnar geta orðið mun stærri en búist er við

Segir sigur Kristrúnar og Samfylkingarinnar geta orðið mun stærri en búist er við
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún óskar Starmer til hamingju með sögulegan sigur

Kristrún óskar Starmer til hamingju með sögulegan sigur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega og líkir við hræddan strút – „Hefur sýnt að hinn almenni borgari getur étið það sem úti frýs“

Gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega og líkir við hræddan strút – „Hefur sýnt að hinn almenni borgari getur étið það sem úti frýs“