Nú standa yfir endurbætur á Anfield, heimavelli Liverpool, sem munu hafa smávægileg áhrif á upphaf næstu leiktíðar.
Framkvæmdum lýkur um það leyti sem enska úrvalsdeildin fer aftur af stað. Liverpool hefur beðið um að spila fyrsta leik næstu leiktíðar á útivelli.
Framkvæmdirnar kosta 80 milljónir punda og eftir þær mun Anfield taka 7 þúsund fleiri í sæti.
Í sumar mun Liverpool ferðast til Þýskalands og spila tvo æfingaleiki. Þaðan fer liðið til Singapúr og mætir Leicester og Bayern Munchen.
Jurgen Klopp vill líka fá einn „heimaleik“ áður en leiktíðin hefst en ljóst er að hann fer ekki fram á Anfield. Liverpool gerir ráð fyrir leik 7. ágúst.
Sá leikur fer líklega fram á heimavelli Preston, en samband félaganna tveggja er mjög gott.