fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Drykkjarfernur sem samviskusamir Íslendingar flokka eru sendar úr landi og brenndar

Ritstjórn DV
Föstudaginn 2. júní 2023 09:46

Rannsókn Bjartmars Odds leiðir í ljós að fernurnar sem samviskusamir Íslendingar flokka eru fluttar úr landi og brenndar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Drykkjarfernur, sem fjölmargir Íslendingar þrífa og flokka samviskusamlega til þess að hægt sé að endurvinna þær, eru fluttar úr landi og brenndar í sementsverksmiðju á meg­in­landi Evr­ópu. Þetta kemur fram í rannsókn Bjartmar Odds Þeys Alexanderssonar sem birtist á forsíðu Heimildarinnar í morgun.

Þrátt fyrir að fernurnar endi sem eldsmatur í Evrópu þá eru þær skráðar sem endurunnar í endurvinnslutölfræði Íslands og hefur Úrvinnslusjóður, opinber sjóður sem sér um umsýslu og ráðstöfun úrvinnslugjalds, greitt íslensku endurvinnslufyrirtækjunum Sorpu, Terra og Íslenska gámafélaginu fjármuni fyrir að sjá um það ferli.

Í umfjölluninni er haft eftir Jóni Viggó Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Sorpu, að um svokallaðan grænþvott sé að ræða en það er þegar fyrirtæki, stjórnvöld eða stjórnmálaflokkar villa um fyrir fólki með því að sýnast vera umhverfisvænni en þau raunverulega eru.

Ennfremur kemur fram í umfjölluninni að sú aðferð sem notuð er hérlendis, að fernurnar séu settar í tunnur með öðrum pappír, lækki verðmæti pappírsins fyrir endurvinnslufyrirtækin. Ástæðan er sú að fernurnar innihalda einnig plast og jafnvel málma og sem gerir endurvinnsluna afar flókna. Það hafi fyrirtækin verið fullmeðvituð um en ákvörðunin hafi verið tekin af Ólafi Kjartanssyni, framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs, og Ögmundi Einarssyni, þáverandi framkvæmdastjóri Sorpu, árið 2006.

„ÓK ( Ólafur Kjartansson) átti nýverið fund með Ögmundi Einarssyni, framkvæmdastjóra Sorpu. Fram kom hjá Ögmundi að hann reikni með því að semsettar umbúðir (fernur) fari saman við aðrar pappaumbúðir enda þótt lægra verð fáist fyrir pappaumbúðir með því móti. Hann taldi að þær átta kr./kg sem nú eru greiddar fyrir pappann myndu þá ef til vill reynast of lágt einingarverð,“ segir í fundargerð stjórnar Úrvinnslusjóðs.

Ákvörðunin hafi gert það að verkum að hækka þurfti úrvinnslugjald á venjulegum pappír sem framleiðendur og innflytjendur borguðu af, til þess eins að niðurgreiða það tap sem yrði á sölu á pappírnum vegna þeirrar mengunarinnar frá fernunum. „Þetta þýddi að íslensk fyrirtæki sem notuðu pappír í sínum umbúðum fóru að niðurgreiða úrvinnslugjald á fernum,“ segir í greininni.

Hér má lesa greinina í heild sinni á vef Heimildarinnar.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Vísaði frá máli gegn Donald Trump varðandi stuld á leynilegum skjölum – Skipaði sjálfur dómarann í embætti

Vísaði frá máli gegn Donald Trump varðandi stuld á leynilegum skjölum – Skipaði sjálfur dómarann í embætti
Fréttir
Í gær

Pétur Jökull verður dreginn fyrir dóm í ágústmánuði

Pétur Jökull verður dreginn fyrir dóm í ágústmánuði
Fréttir
Í gær

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill