Kristján Óli Sigurðsson skóf ekki af því er hann ræddi knattspyrnudómara landsins í nýjasta þætti Þungavigtarinnar.
Knattspyrnusambandið hefur verið í átaki undanfarið vegna hegðunnar í garð dómara og til að reyna að bæta hana.
„KSÍ er í átaki að hjálpa dómurum. Ég er í átaki gegn því átaki og stend einn í þeirri baráttu. En ég er með breytt bak og mun halda þessari baráttu áfram og halda þessum dómurum á tánum,“ segir Kristján, sem er ekki vanur því að tala undir rós.
Kristján baunar sérstaklega á Erlend Eiríksson, sem rak Guðjón Pétur Lýðsson af velli í leik Grindavíkur og Aftureldingar í Lengjudeild karla í gærkvöldi.
Þá bendir hann á þá launahækkun sem dómarar landsins fengu samþykkta í vor.
„Þeir voru að fá alvöru launahækkun. Þegar þú færð alvöru launahækkun þá stendurðu þig í vinnunni, þú drullar ekki upp á bak.“