Seinni leik kvöldsins í Bestu deild karla er nýlokið. Fylkir tók á móti KR.
Leikurinn var mikil skemmtun strax frá upphafi. Þórður Gunnar Hafþórsson skoraði fyrir heimamenn á 8. mínútu en hinn ungi Jóhannes Kristinn Bjarnason jafnaði fyrir KR skömmu síðar.
Eftir tæpan 20 mínútna leik voru gestirnir svo búnir að snúa leiknum sér í hag þegar Theodór Elmar Bjarnason skoraði.
Fylki tókst að jafna fyrir hálfleik. Þá skoraði Nikulás Val Gunnarsson.
Benedikt Daríus Garðarson kom Fylki yfir á ný um miðbik seinni hálfleiks.
Forystan lifði hins vegar aðeins í nokkrar mínútur. Þá skoraði Theodór Elmar á ný.
Meira var ekki skorað og lokatölur 3-3 í afar fjörugum leik.
Liðin eru hlið við hlið í deildinni, í sjöunda og áttunda sæti með jafnmörg stig, 11.