Þrír leikir fóru fram í Lengjudeild karla í kvöld.
Afturelding vann þægilegan sigur á Grindavík í stórleik umferðarinnar. Gestirnir úr Mosfellsbæ stjórnuðu leiknum en það spilaði mikið inn í að Guðjón Pétur Lýðsson fékk rautt spjald um miðjan fyrri hálfleik.
Staðan í hálfleik var 0-2 en Afturelding bætti við marki í seinni hálfleik.
Selfoss vann mikilvægan sigur á Þrótti R. Liðið komst í 2-0 snemma leiks með marki Adrian Sancez og sjálfsmarki Eiríks Blöndal.
Snemma í seinni hálfleik fékk Oskar Wasilewski rautt spjald í liði Selfoss. Þróttarar minnkuðu muninn en komust ekki nær.
Loks tapaði ÍA gegn Fjölni, 1-2. Skagamenn eru aðeins með 5 stig eftir fimm leiki en Fjölnir eru á toppnum með Aftureldingu.
Grindavík 0-3 Afturelding
0-1 Aron Elí Sævarsson
0-2 Ásgeir Marteinsson
0-3 Elmar Kári Gogic
Selfoss 2-1 Þróttur R.
1-0 Adrian Sanchez
2-0 Eiríkur Blöndal (Sjálfsmark)
2-1 Izaro Abella Sanchez
ÍA 1-2 Fjölnir
0-1 Hans Viktor Guðmundsson
0-2 Guðmundur Karl Guðmundsson
1-2 Viktor Jónsson