fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Pressan

Myrt af leigusala sínum eftir mygludeilu

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 1. júní 2023 22:00

Parið ætlaði að gifta sig í ágúst

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

57 ára gamall leigusali í Stoney Creek í Ontario í Kanada skaut leigutaka sína, trúlofað par, til bana síðastliðinn sunnudag. Parið leigði hluta af einbýlishúsi mannsins, en hann bjó einnig í húsinu. Leigusalinn læsti sig síðan inni á heimili sínu og var skotinn til bana af lögreglu eftir nokkurra klukkustunda umsátur og skothríð milli mannsins og lögreglu.

Lögreglan bar kennsl á hin látnu, Carissa McDonald, 27 ára, og Aaron Stone, 28 ára, en að sögn lögreglu og CBC höfðu þau átt í deilum við leigusalann vegna myglu í leiguhúsnæðinu. Skaut leigusalinn þau fyrir utan húsið þegar þau reyndu að flýja burt.

McDonald starfaði sem aðstoðarmaður hjá kaþólsku skólastjórninni í heimabæ þeirra og Stone var rafvirki. Voru þau búin að ákveða brúðkaup sitt í ágúst.

Á blaðamannafundi á sunnudag sagðist yfirmaður rannsóknarlögreglunnar harma atvikið og parið væri saklaus fórnarlömb harmleiks, ekkert í fari þeirra eða lífsstíl hefði átt að leiða til þess að þau væru myrt með þessum hætti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum