Það er hálfleikur í leik Grindavíkur og Aftureldingar í Lengjudeild karla. Leikurinn er í beinni hér á 433.is.
Gestirnir úr Mosfellsbænum hafa stjórnað leiknum og leiða 0-2.
Grindvíkingar urðu hins vegar manni færri um miðjan fyrri hálfleikinn. Þá fékk Guðjón Pétur Lýðsson rautt spjald.
Spjaldið fékk hann eftir stimpingar út við hliðarlínu, en þetta má sjá hér að neðan.