Veronika Rajek hefur komið sér í fréttirnar á pöllunum í NFL-deildinni vestan hafs en hún var hins vegar mætt á knattspyrnuleik í gær. Þá sá hún úrslitaleik Evrópudeildinnar.
Hin 27 ára gamla Rajek hefur ekki farið leynt með aðdáun sína á NFL-goðsögninni Tom Brady og hefur rætt um það í viðtölum.
Hún hefur greinilega áhuga á knattspyrnu einnig því hún sá Sevilla vinna Roma í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í Búdapest í gær. Leikurinn fór alla leið í vítaspyrnukeppni.
Það var nokkuð ljóst hvern Rajek studdi í leiknum, en hún var klædd í ítölsku fánalitina.
Hér að neðan má sjá Rajek á leiknum í gær.