Ægir er aðeins með 1 stig á botni Lengjudeildar karla eftir fjórar umferðir. Liðið var tekið fyrir í Lengjudeildarmörkunum hér á 433 og í Sjónvarpi Símans.
Ægismenn fengu sitt eina stig í leik gegn Njarðvík en hafa verið að gefa liðum leik þrátt fyrir dræma uppskeru.
„Umræðan fyrir mót var að þeir yrðu fallbyssufóður og maður sér það því miður vera að raungerast,“ segir þáttastjórnandinn Helgi Fannar Sigurðsson.
Hrafnkell Freyr Ágústsson sérfræðingur telur Ægismenn geta verið nokkuð bratta.
„Á meðan Ægir er að gefa liðum leik mega þeir vera sáttir, á meðan þeir eru ekki að láta niðurlægja sig.“