A-landslið karla spilar tvo heimaleiki í júní. Fyrri leikurinn er gegn Slóvakíu þann 17. júní klukkan 18:45 og sá seinni á móti Portúgal þann 20. Júní klukkan 18:45.
Almenn miðasala á leikinn gegn Slóvakíu hefst í hádeginu á morgun
Almenn miðasala á leikinn gegn Portúgal hefst á sama tíma þann 6. Júní.
Miðasala fer fram á tix.is
Leikirnir eru liður í undankeppni EM 2024 þar sem Ísland situr í 4. sæti í sínum riðli eftir tap gegn Bosníu-Hersegóvínu og stórsigur gegn Liechtenstein.