Búist er við að Manchester United gangi frá kaupum á Mason Mount á allra næstu dögum frá Chelsea. Hefur hann sjálfur samþykkt að ganga í raðir félagsins.
Sagt er að United og Chelsea muni fara í viðræður á allra næstu dögum til að reyna að klára samkomulag.
Fram hefur komið að Manchester United leggur svo mesta áherslu á að reyna að krækja í Harry Kane en það gæti reynst erfitt.
Ensk blöð velta því fyrir sér hvernig liðið hjá United verður ef Mount og Kane koma.
Búist er við að Christian Eriksen verði í minna hlutverki með komu Mount en hann hefur spilað vel á sínu fyrsta tímabili á Old Trafford.