Pep Guardiola stjóri Manchester City slakaði á í gærkvöldi og skellti sér á tónleika með Elton John sem haldnir voru í Manchester.
Elton John fer nú um heiminn og spilar fyrir fullum sal enda einn vinsælasti tónlistarmaður í heimi.
Guardiola er að undirbúa City fyrir bikarúrslitaleik og úrslit Meistaradeildarinnar en hann hefur oft rætt um aðdáun sína á Elton John.
„Ég hitti Elton þegar við spiluðum við Watford á síðustu leiktíð,“ sagði Guardiola árið 2018.
„Það var mikill heiður að h itta hann og vonandi heldur hann tónleika fljótlega. Ég mæti,“ sagði Guardiola og mætti svo að sjá sinn mann í gær.