fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
433Sport

Mourinho fær þungan dóm fyrir hegðun sína i nótt

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 1. júní 2023 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fullyrt er að UEFA muni refsa Jose Mourinho hressilega fyrir hegðun hans í nótt eftir tapleik gegn Sevilla í úrslitum Evrópudeildarinnar.

Mourinho gekk um gólf í bílakjallaranum og gólaði á Anthony Taylor dómara leiksins.

Segir í fréttum nú í hádeginu að Mourinho fái langt bann fyrir hegðun sína og verði málið tekið fyrir á allra næstu dögum.

Paulo Dybala kom Roma yfir í leiknum gegn Sevilla með marki í síðari hálfleik, mikil harka einkenndi leikinn.

Gianluca Mancini varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið mark og 1-1 var staðan eftir venjulegan leiktíma.

Hart var barist í framlengdum leik en hvorugu liðinu tókst að troða boltanum í netið.

Í vítaspyrnukeppni varð Mancini fyrir því óláni að klikka á spyrnunni, sjálfsmark og vítaspyrna sem fór forgörðum.

Það var ekki eina spyrnan sem Roma klikkaði á og Sevilla var sigurvegari leiksins. Er þetta í fyrsta sinn sem Jose Mourinho, stjóri Roma, tapar úrslitaleik Í Evrópukeppni.

Mourinho beið eftir Taylor í bílakjallara og lét ýmis orð falla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

United vill framherja og fyrrum leikmaður City er á blaði – Þurfa að selja fyrst

United vill framherja og fyrrum leikmaður City er á blaði – Þurfa að selja fyrst
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Solskjær spurður út í tvo leikmenn United – Gaf skýr svör

Solskjær spurður út í tvo leikmenn United – Gaf skýr svör
Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Veðbankar hliðhollir Íslendingum fyrir kvöldið – Þetta segja þeir nú um sigurlíkur Strákanna okkar á HM

Veðbankar hliðhollir Íslendingum fyrir kvöldið – Þetta segja þeir nú um sigurlíkur Strákanna okkar á HM
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Aftur sektaðir af KSÍ

Aftur sektaðir af KSÍ
433Sport
Í gær

Meistaradeildin: Liverpool vann tíu menn Lille – Ótrúleg endurkoma Barcelona

Meistaradeildin: Liverpool vann tíu menn Lille – Ótrúleg endurkoma Barcelona
433Sport
Í gær

Segist vera sammála forsetanum sem baunaði á fjölmiðla: ,,Þeir þurfa líka að láta í sér heyra“

Segist vera sammála forsetanum sem baunaði á fjölmiðla: ,,Þeir þurfa líka að láta í sér heyra“
433Sport
Í gær

Lykilmaður Arsenal í kapphlaupi við tímann

Lykilmaður Arsenal í kapphlaupi við tímann
433Sport
Í gær

Er 15 ára gamall en vonast til að spila á HM á næsta ári

Er 15 ára gamall en vonast til að spila á HM á næsta ári