Alexis Mac Allister miðjumaður Brighton kostar miklu minna en ráð var gert fyrir. Fabrizio Romano segir frá þessu.
Romano segir að Liverpool vonist til að klára kaupinn á landsliðsmanni Argentínu í næstu viku.
Talað hafði verið um að Brighton vildi 70 milljónir punda fyrir Mac Allister en svo er ekki.
Romano segir að Liverpool muni borga miklu minna til að byrja með, hann verður fyrsti leikmaðurinn sem Jurgen Klopp fær í sumar.
Mac Allister hefur átt frábært tímabil með Brighton og var einn af lykilmönnum Argentínu þegar liðið varð Heimsmeistari í desember
Mac Allister to Liverpool will cost way less than £65/70m, as said yesterday. Fixed amount to sign him from Brighton is not that high. 🔴🇦🇷 #LFC
The plan is to complete the deal next week ⤵️⏳ https://t.co/OUT6SDdHI7
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 1, 2023