Manchester United er reiðubúið að borga Harry Maguire um 10 milljónir punda í sumar ef hann fer frá félaginu. Er það til að koma til móts við launalækkun sem bíður hans.
Maguire á tvö ár eftir af samningi sínum við United þar sem hann þénar 190 þúsund pund á viku.
West Ham er tilbúið að kaupa Maguire á um 30 milljónir punda í sumar en hann kostaði 80 milljónir punda fyrir fjórum árum.
Erik ten Hag stjóri United hefur sagt frá því að Maguire gæti farið í sumar en hann er í aukahlutverki þessa dagana.
United gæti því borgað Maguire 1,7 milljarð króna til að Maguire geti haldið sömu launum næstu tvö árin, fari hann frá United.
Maguire hefur aðeins byrjað 16 ag 61 leik á þessu tímabili og er á eftir Lisandro Martinez, Raphael Varane, Victor Lindelof og Luke Shaw í miðvarðarstöðuna.