Ange Postecoglou þjálfari Celtic er á barmi þess að taka við sem stjóri Tottenham eftir langa leit enska félagsins.
Fjöldi þjálfara hafa hafnað því að taka við Spurs en Postecoglou er klár í verkefnið.
Ensk blöð segja að Postecoglou taki líklega við Tottenham eftir helgi en semja þarf við Celtic um kaupverð.
Tottenham rak Antonio Conte úr starfi í mars og síðan þá hefur fjöldi þjálfara átt samtal við félagið en ekki viljað hoppa á vagninn.
Postecoglou er 57 ára gamall en hann á bara ár eftir af samningi sínum við Celtic.