Declan Rice er spenntari fyrir því að fara til Arsenal búa í London þrátt fyrir fögur loforð frá Thomas Tuchel þjálfara FC Bayern.
Rice er á förum frá West Ham í sumar en búist er við að hann kosti í kringum 100 milljónir punda.
Chelsea og Manchester United hafa sýnt áhuga en allt stefnir í að Rice fari til Arsenal.
Ensk blöð segja að Tuchel hafi hringt í Rice og sagt að lið FC Bayern yrði byggt upp í kringum hann, það er ekki nóg til að sannfæra hann ef marka má fréttir.
West Ham leikur til úrslita í Sambandsdeildinni í næstu viku og eftir það ætti framtíð Rice að fara að koma í ljós.