Everton hefur ákveðið að henda Conor Coady aftur til Wolves og nýta ekki ákvæði í samningi um að kaupa hann.
Everton hefði getað borgað 4,5 milljónir punda til að kaupa hinn þrítuga Coady sem er frá Liverpool.
Everton hefur hins vegar ákveðið að kaupa ekki Coady og sama má segja um Ruben Vinagre sem var á láni.
Coady var í stóru hlutverki hjá Everton á þessu tímabili en liðið bjargaði sætinu í deild þeirra bestu í síðustu umferð.
Conor Coady and Rúben Vinagre have completed their loan spells with #EFC and will now return to their respective parent clubs following the conclusion of the 2022/23 season. 🔵
— Everton (@Everton) June 1, 2023