Milos Milojevic fyrrum þjálfari Víkings og Breiðabliks þarf ekki að gráta það lengi að hafa verið rekinn úr starfi hjá Rauðu stjörnunni á dögunum.
Sænskir fjölmiðlar segja nefnilega frá því að hann sá að landa starfi í Sameinuðu arabísku furstadæmanna og taki við Al Wasl í Dubai.
Þar segir að Milos sem er frá Serbíu en er með íslenskt ríkisfang muni þéna 400 milljónir íslenskra króna á ári.
Al Wasl hafnaði fjórða sæti deildarinnar en tímabilið var að klárast. Milos var lengi búsettur hér á landi og var leikmaður og þjálfari.
Hann hefur stýrt Hammarby og Malmö í Svíþjóð en gerði svo Rauðu stjörnuna að meisturum í Serbíu á fyrsta tímabili en var rekinn úr starfi.