fbpx
Laugardagur 15.mars 2025
Eyjan

Aðalsteinn kveður sáttur með útsaumi – „Anda inn…anda út“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 31. maí 2023 15:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Anda inn…anda út“ þessi mynd varð til í samstarfi mínu við Sigurbjörgu tengdamömmu á Ísafirði sem er að kenna mér útsaum. Ég ætla að skilja myndina eftir á kaffistofunni í Karphúsinu núna þegar ég hætti í embætti ríkissáttasemjara,“ segir Aðalsteinn Leifsson ríkissáttsemjara á sínum síðasta degi í starfinu. Eins og fram hefur komið í fréttum mun hann láta af embætti að eigin ósk á morgun, 1. júní, en Aðalsteinn hefur gengt embættinu í þrjú ár eða frá 1. apríl 2020. 

Sjá einnig: Aðalsteinn vill ekki lengur vera ríkissáttasemjari og lætur af embætti á morgun

Mynd: Facebook

Árin þrjú verið lærdómsrík og skemmtileg

„Undanfarin ár hafa verið lærdómsrík og skemmtileg og ég hef kynnst frábæru fólki um allt land í samninganefndum verkalýðshreyfingarinnar og launagreiðenda og okkur hefur tekist í sameiningu að finna lendingu og lausnir, þó leiðin að lausninni hafi stundum verið snúin og brött og ytri aðstæður hafi verið krefjandi,“ segir Aðalsteinn. 

Hann segist sérstaklega ánægður með að hafa í samstarfi við Elísabetu, samstarfskonu sína, aðstoðarsáttasemjarana og fleira gott fólk náð að vinna að ýmsum þróunarverkefnum sem nýtast aðilum vinnumarkaðarins og samningaferlinu, eins og námsstefnum í samningagerð um allt land, gerð gagnagrunns með öllum gildandi kjarasamningum, breytt verklag í sáttamiðlun, menntun sáttamiðlara, að færa samningaviðræður út á land í nærumhverfið og fleira sem kom í framhaldi af góðum verkum fyrri ríkissáttasemjara og lifir vonandi lifir áfram og þróast með nýju fólki. 

„Ég verð til staðar fyrir settan ríkissáttasemjara til að tryggja að „allir boltar haldist á lofti“ og það verði trygg samfella í þeirri þjónustu sem embættið veitir. Svo það sé sagt, þá átti ég sjálfur frumkvæði að því að hætta og ég kveð þetta starf sáttur og barmafullur þakklætis fyrir samstarfið og óska öllum sem taka að sér það erfiða hlutverk að semja um kaup og kjör, beggja megin borðsins, hins allra besta. PS! Sigurbjörg, vonandi verður núna tími fyrir fleiri ferðir vestur og ég get haldið áfram námi með nál og java.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þórdís Kolbrún: Án trausts er lýðræðið í hættu – stöndum vel í alþjóðlegum samanburði

Þórdís Kolbrún: Án trausts er lýðræðið í hættu – stöndum vel í alþjóðlegum samanburði
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Bjarni svarar fyrir „leið Bjarna“ í máli ÍL-sjóðs – „Í tilefni af einkennilegum fullyrðingum“

Bjarni svarar fyrir „leið Bjarna“ í máli ÍL-sjóðs – „Í tilefni af einkennilegum fullyrðingum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Eftirlaunasugan Davíð Oddsson lætur skrifa níð um starfskjör borgarstjóra – er sjálfur með 7 milljónir á mánuði

Orðið á götunni: Eftirlaunasugan Davíð Oddsson lætur skrifa níð um starfskjör borgarstjóra – er sjálfur með 7 milljónir á mánuði
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Draga þarf úr umsvifum sveitarfélaga

Björn Jón skrifar: Draga þarf úr umsvifum sveitarfélaga