fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Fréttir

Notaði mismunandi áhöld í líkamsárásum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 31. maí 2023 15:00

Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd: DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður á ótilgreindum aldri var í dag sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir þrjár líkamsárásir.

Fyrsta árásin átti sér stað fyrir tveimur árum, þann 10. júní 2021, utandyra á lóð hjá húsi í Reykjavík. Sló hinn ákærði þar mann í höfuðið með kústskafti úr áli, sparkaði síðan og kýldi brotaþola í höfuð og maga. Hlaut brotaþolinn mar, skrámu og bólgu af árásinni.

Næsta brot átti sér stað í september árið 2021, á bílastæði í Reykjavík. Sló hinn ákærði þá mann í höfuðið með kylfu svo maðurinn hlaut af lófastóra kúlu aftan á hnakka.

Þriðja árásin átti sér stað í ágúst árið 2022, utandyra við hringtorg á Víkurvegi við Vesturlandsveg í Reykjavík. Barði hann þá mann með krepptum hnef í andlit svo sauma þurfti manninn níu spor í vörina.

Hinn ákærði játaði brot sín skýlaust fyrir dómi. Hann hefur ekki áður gerst brotlegur við lög, þ.e. áður en að þessum þremur alvarlegu brotum kom. Manninum er einnig virt til refsilækkunar ungur aldur en aldur hans er ekki gefinn upp í dómnum.

Niðurstaðan var sú að ákvörðun refsingar yfir unga manninum er frestað og fellur hún niður að tveimur árum liðnum ef hann heldur skilorð. Hann þarf hins vegar að greiða málskostnað upp á rúmlega 230 þúsund krónur.

Dóminn má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Í gær

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“