fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Eyjan

Stefnir í margfalda launahækkun þingmanna – krefur fjármálaráðherra svara

Eyjan
Miðvikudaginn 31. maí 2023 13:15

Jóhann Páll Jóhannsson og Bjarni Benediktsson. Myndin er samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra, á Alþingi í gær hvort til grein kæmi að setja sams konar krónutöluþak á hækkun launa þingmanna og ráðherra og gerð var á almennum vinnumarkaði.

Í andsvari við ræðu Bjarna fór Jóhann Páll yfir það að þegar lög um kjararáð voru felld brott og nýju fyrirkomulagi komið á árið 2019 hafi tilgangurinn m.a. verið að tryggja að kjörnir fulltrúar og æðstu embættismenn yrðu ekki leiðandi í launaþróun hér í landinu, að launaþróunin þeirra yrði svipuð og hjá öðrum. „Nú þegar samið hefur verið um þak á krónutöluhækkanir, bæði á almenna og opinbera vinnumarkaðnum, stefnir í að við hér inni og ráðherrar fáum miklu meiri hækkun en hinn almenni launamaður. Þarna er kerfið ekki að uppfylla yfirlýst markmið heldur er það að rífa ráðherra og æðstu stjórnendur upp í launum langt umfram það sem gengur og gerist á vinnumarkaði,“ sagði Jóhann Páll.

Hann hélt áfram og sagði ráðherra hafa haldið ófáar ræður um ábyrgð vinnumarkaðarins á verðstöðugleika og mikilvægi þess að gæta hófs í launasetningu. „Við heyrðum þetta bara hér rétt í þessu, kunnuglegan söng. En hvað ætlar hæstvirtur ráðherra að gera þegar verðbólgan er yfir 9 prósent, þegar vextir eru þeir hæstu í 13 ár og kjaraviðræður, mjög strembnar kjaraviðræður, fram undan?“

Spurði hann Bjarna hvort stjórnarmeirihlutinn á Alþingi ætlaði að láta það viðgangast að kjörnir fulltrúar og æðstu stjórnendur fái miklu ríflegri launahækkun heldur en kennarinn, sjúkraliðinn eða iðnaðarmaðurinn? „Eða kemur kannski til greina, virðulegi forseti, að setjast niður og að við reynum að ná saman þvert á flokka um að setja sams konar þak á krónutöluhækkunina hjá okkur og samið var um á vinnumarkaði?

Fram kom hjá Bjarna í umræðunni að til greina kæmi að gera breytingar á fjárhæðum launahækkana til þingmanna og ráðherra, en í júlí stefnir í að laun þingmanna og ráðherra hækki um margfalda þá fjárhæð sem samið var um á almennum vinnumarkaði í samningum sem seðlabankastjóri fagnaði fyrst sem mjög hóflegum en hefur undanfarna mánuði kennt um að valda of mikilli spennu í íslenska hagkerfinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ber mál Le Pen saman við mál Flokks fólksins

Ber mál Le Pen saman við mál Flokks fólksins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Trump fagnaði og sagði að áætlun hans væri að ganga upp – Setja Kínverjar honum stólinn fyrir dyrnar?

Trump fagnaði og sagði að áætlun hans væri að ganga upp – Setja Kínverjar honum stólinn fyrir dyrnar?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Þú kaupir af Guðbjörgu í hverri viku – umframhagnaður sægreifa fer í að kaupa upp atvinnulífið

Orðið á götunni: Þú kaupir af Guðbjörgu í hverri viku – umframhagnaður sægreifa fer í að kaupa upp atvinnulífið
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Gísli, Eiríkur og Helgi

Óttar Guðmundsson skrifar: Gísli, Eiríkur og Helgi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna