fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
Fréttir

Sakaður um að hafa nauðgað karlmanni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 31. maí 2023 12:57

Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirtaka var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli manns sem Héraðssaksóknari hefur ákært fyrir nauðgun.

Maðurinn er sakaður um að hafa nauðgað öðrum karlmanni fyrir tveimur árum, á heimili þess síðarnefnda. Hafði hann samfarir við manninn í endaþarm með ólögmætri nauðung og án samþykkis, að því er segir í ákæru. Sinnti hann því ekki þó að brotaþolin margbæði hann um að hætta. Brotaþolinn hlaut margar smásprungur við endaþarmsop af árásinni.

Héraðssaksóknari krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Af hálfu brotaþola er gerð krafa um miskabætur upp á 3,5 milljónir króna. Einnig segir í texta ákærunnar þar sem fjallað er um einkaréttarkröfuna: „Þá er þess krafist að ákærða verði gert að greiða þóknun vegna réttargæslu að mati dómsins eða samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi, að viðbættum virðisaukaskatti á réttargæsluþóknun.“

Sem fyrr segir var fyrirtaka í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en við fyrirtöku leggja málsaðilar fram gögn sín. Aðalmeðferð, sem er hin eiginlegu réttarhöld, verður síðar en DV er ekki kunnugt um dagsetningu réttarhaldanna. Fyrir liggur að þinghöld í málinu eru lokuð.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hilmar undrast áhyggjur af stöðu Íslands – „Við erum í sæmilegum málum“

Hilmar undrast áhyggjur af stöðu Íslands – „Við erum í sæmilegum málum“
Fréttir
Í gær

Borgaði 5.720 krónur fyrir miðborgarbakkelsi sem smakkaðist ekki sem nýtt – Klassíski blái gúmmíhanskinn gerði útslagið

Borgaði 5.720 krónur fyrir miðborgarbakkelsi sem smakkaðist ekki sem nýtt – Klassíski blái gúmmíhanskinn gerði útslagið
Fréttir
Í gær

Harmleikurinn í Bandaríkjunum: Flugumferðarstjóri fékk að fara fyrr heim af vaktinni

Harmleikurinn í Bandaríkjunum: Flugumferðarstjóri fékk að fara fyrr heim af vaktinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reyndi að koma sér undan því að gera að fullu upp við fyrrverandi eiginkonu sína

Reyndi að koma sér undan því að gera að fullu upp við fyrrverandi eiginkonu sína
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintir byggjendur óleyfisíbúðar í Hafnarfirði fá uppreist æru

Meintir byggjendur óleyfisíbúðar í Hafnarfirði fá uppreist æru
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristinn Rúnar fékk loksins greiningu eftir sjö ára þrautagöngu – „Líkaminn var bókstaflega að öskra á hjálp“

Kristinn Rúnar fékk loksins greiningu eftir sjö ára þrautagöngu – „Líkaminn var bókstaflega að öskra á hjálp“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ekki næst í Gabriel sem sakaður er um að smygla miklu magni af kókaíni til landsins

Ekki næst í Gabriel sem sakaður er um að smygla miklu magni af kókaíni til landsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Raskanir á flugi Icelandair vegna veðurs – 30 ferðum frá landinu aflýst

Raskanir á flugi Icelandair vegna veðurs – 30 ferðum frá landinu aflýst