Fimm einstaklingar hafa verið dæmdir til samtals 30 ára og sjö mánaða fangelsisdóms fyrir að bjóða upp á ólögleg streymi til að horfa á ensku úrvalsdeildina, sem og fleira.
Um lengsta dóm sögunnar í slíkum málum er að ræða.
Einstaklingarnir fimm voru á bakvið þrjár streymissíður sem bauð upp á útsendingar á ensku úrvalsdeildinni, sem og fjölda sjónvarpsstöðva, kvikmynda og þátta.
Hafði starfsemin sem um ræðir rakað inn um sjö milljónir punda á fimm árum.
Einstaklingarnir og síðurnar sem um ræðir höfðu 30 starfsmenn á sínum snærum, þar á meðal einn sem sigldi undir fölsku flaggi hjá fyrirtæki sem vinnur gegn ólöglegum streymissíðum.
Þá voru um 50 þúsund viðskiptavinir að þjónustunni.
BREAKING: Five operators of an illegal streaming network have been jailed for more than 30 years. pic.twitter.com/XB0nri6a1u
— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 30, 2023