Granit Xhaka lék að öllum líkindum sinn síðasta leik fyrir Arsenal um helgina í sigri á Wolves.
Svisslendingurinn er sagður á leið til Bayer Leverkusen eftir sjö ár hjá Arsenal.
Xhaka var frábær fyrir Arsenal á leiktíðinni, en liðið hafnaði í öðru sæti.
Hann gerði sér lítið fyrir og skoraði tvö mörk í því sem verður líklega lokaleikur hans fyrir Skytturnar.
Xhaka var um tíma ekki vel liðinn á meðal stuðningsmanna Arsenal en það snerist heldur betur við. Mátti sjá það á viðtökunum sem hann fékk í lokaleik sínum.
Var kappinn hylltur á leið af velli. Það sem stóð eflaust upp úr er hins vegar gjöf sem hann fékk frá stuðningsmanni er hann keyrði frá vellinum.
Var stuðningsmaðurinn búinn að búa til ramma með fullt af myndum af Xhaka frá tímanum á Emirates.
Myndband af þessu má sjá hér að neðan.
@stevie_king 😪 #xhaka #granitxhaka #arsenal #afc #arsenalfc #football #footballers ♬ Daylight – David Kushner