John Shiels stjórnarformaður styrktarfélags Manchester United er sakaður um kynjamismunun á lokahófi félagsins þegar hann veitti verðlaun.
Alessia Russo var valin besti leikmaður kvennaliðs féalgsins og fékk verðlaunin afhent í gær. Marcus Rashford fékk verðlaunin í karlaflokki.
Shiels var að afhenda verðlaunin en vildi ekki afhenda Russo þau og sagði að þau væru alltof þung fyrir hana.
Flestum þótti atvikið klaufalegt en Geoff Shreeves, frá Sky Sports stýði kvöldinu og skarst í leikinn þegar Shiels virtist ekki ætla að afhenda henni verðlaunin.
„Ég held að þú getir vel tekið við þessu Russo. John þú þarft að lyfta meira því þetta er ekki svo þungt,“ sagði fréttamaðurinn.
Atvikið er hér að neðan.
@ManUtd it’s 2023, can somebody educate this gentleman please 🙏🏼 @alessiarusso7 brilliant as ever and a great season. Also good attempt at the save from @GeoffShreeves 👏🏼@ManUtdWomen #alessiarusso pic.twitter.com/yu2gbHIRPt
— Scott 🅱️rothers (@scott1brothers) May 30, 2023