Arsenal er talið leiða kapphlaupið um Rice en búist er við að eitthvað gerist í málunum á næstu vikum.
Thomas Tuchel þjálfari FC Bayern tók upp tólið og spjallaði við Declan Rice miðjumann West Ham. Enski miðjumaðurinn er til sölu í sumar og Bayern hefur áhuga.
Arsenal, Manchester United og fleiri lið vilja fá Rice en West Ham vill fá um 100 milljónir punda fyrir kauða.
„Tuchel hringdi í hann, ég veit ekki hvað þeir ræddu. Kannski um peninga eða um það sem hægt er að eiga von á hjá Bayern,“ sagði Uli Kohler fréttamaður hjá Sky Sports í Þýskalandi.
„Bayern vill fá hann, þeir verða að styrkja miðsvæðið sitt en þeir vita af áhuga annara liða.“
„Bayern hefur efni á þessu, en þeir vilja borga undir 100 milljónir evra. Þeir vilja fá hann en þurfa samt að passa fjármálin.“
Arsenal er talið leiða kapphlaupið um Rice en búist er við að eitthvað gerist í málunum á næstu vikum.