Enska götublaðið The Sun hefur látið gervigreind fara yfir það hvaða leikmenn eru líklegastir til að ganga í raðir Manchester United í sumar.
Gervigreind er ansi vinsæl á þessum dögum og ákvað enska götublaðið að fá hana til að spá í spilin.
Gervigreindin telur líklegast að Harry Kane fari til United en Masoun Mount og Declan Rice koma þar á eftir.
Þar á eftir koma tveir miðjumenn en Alexi Mac Allister er líklega að fara til Liverpool og Jude Bellingham á leið til Real Madrid.
Aðrir eru nefndir til sögunnar.
Líklegastir til að koma til United samkvæmt gervigreind:
Harry Kane
Mason Mount
Declan Rice
Alexis Mac Allister
Jude Bellingham
Frenkie de Jong
Youri Tielemans
Nicolo Barella
Denzel Dumfries