fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
Fréttir

Undrast litla umræðu vegna verkfalla í Mosfellsbæ – „Gerið eitthvað!“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 30. maí 2023 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Eru ekki allir bæjarbúar meðvitaðir að leikskólar hér í bæ hafa verið meira og minna lokaðir vegna verkfalla í næstum tvær vikur? Eftir viku bætast við sundlaugar og íþróttamannvirki, áhaldahús og þjónustustöð, bæjarskrifstofur,“ segir Haukur Þór Jóhannesson, faðir og áhyggjufullur íbúi í Mosfellsbæ. Verkföll BSRB í mörgum sveitarfélögum utan höfuðborgarsvæðisins eru nú komin í fullan gang en kjaradeilan snýst um misræmi í launahækkunum.

Margir undrast litla umræðu um verkföllin sem koma þó illa við marga, ekki síst foreldra. Ofangreind ummæli Hauks Þórs voru látin falla í íbúahópi Mosfellinga á Facebook. Haukur segir ennfremur:

„Sem þýðir engin sumarleikjanámskeið fyrir börnin í Aftureldingu, engin vinna fyrir unglingana og enginn til að vinna við að kenna börnunum okkar á meðan við vinnum og ótalmargt fleira sem þetta mikilvæga fólk starfar við.

Allt í boði í barnvæna, heilsueflandi samfélagins, Mosfellsbæ!

Hvernig væri að bæjarstjórnin í Mosfellsbæ myndi vera sá bógur sem vantar til að þrýsta á að leysa þetta mál, borga þessu mikilvæga starfsfólki mannsæmandi laun og láta ekki Samband íslenskra sveitastjórna valta yfir láglaunastéttir í stað þess að fela sig pilsfaldinum hjá þeim?

Hvernig væri að ráðni bæjarstjórinn okkar og bæjarstjórn upp til hópa, girði sig í brók og láti ekki fara svona með fólkið sem það segist vera að vinna fyrir.

Ég held að það sé alveg á hreinu að það sé vilji flestra bæjarbúa að fólkið sem hugsar um bæinn okkar og börn fái greitt sömu laun fyrir sömu vinnu og kollegar þeirra í nærsveitum.

Gerið eitthvað!?!“

Nokkrir íbúar taka undir með honum í umræðum undir færslunni. Ljóst er að hjarta Hauks slær með starfsfólkinu sem fer í verkfall. Hann segir aðspurður í spjalli við DV að hann eigi þrjú börn og verkföllin setji stórt strik í reikninginn hjá honum:

„Ég er með þrjú börn á þremur mismunandi skólastigum, efra grunnskólastigi, neðra grunnskólastigi og svo leikskóla. Þetta hefur auðvitað mest áhrif á leikskólabarnið sem getur engan veginn verið eitt. Þetta er algjört rugl.“

Haukur hvetur sveitarfélögin til að semja við starfsfólkið og „ég hvet vinnuveitendur til að standa með starfsfólkinu sínu í þessari baráttu“.

Í umræðum í íbúahópnum kemur fram vilji til þess að Mosfellsbær beiti sér í því innan Sambands sveitarfélaga að leysa deiluna og lýsa íbúar yfir miklum áhyggjum af komandi vikum vegna verkfallanna.

„Finnst svo magnað hvað það er nákvæmlega engin umfjöllun um þetta hvaða áhrif þetta hefur. Hvar er Samband sveitarfélaga til húsa er að hugsa hvort sé bara ekki málið að mæta með drengina mína tvö part úr degi einhvern verkfallsdaginn. Þetta setur ansi marga í gífurlega erfiða stöðu,“ segir einn íbúinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurði og félögum birt ákæra í stóra metamfetamín-málinu – Reyndu að smygla metamfetamín-kristöllum með bíl

Sigurði og félögum birt ákæra í stóra metamfetamín-málinu – Reyndu að smygla metamfetamín-kristöllum með bíl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn í Bandaríkjunum: Flugumferðarstjóri fékk að fara fyrr heim af vaktinni

Harmleikurinn í Bandaríkjunum: Flugumferðarstjóri fékk að fara fyrr heim af vaktinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndir og myndband frá björgunarstörfum á Reykjanesbraut og Suðurstrandarvegi

Sjáðu myndir og myndband frá björgunarstörfum á Reykjanesbraut og Suðurstrandarvegi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ekki næst í Gabriel sem sakaður er um að smygla miklu magni af kókaíni til landsins

Ekki næst í Gabriel sem sakaður er um að smygla miklu magni af kókaíni til landsins