Íslendingarnir Ísak Bergmann Jóhannesson, Orri Steinn Óskarsson og Hákon Arnar Haraldsson geta svo sannarlega fagnað í kvöld.
Ástæðan er sú að FC Kaupmannahöfn er danskur meistari annað árið í röð eftir úrslit dagsins.
Brondby gerði sér lítið fyrir og vann lið Nordsjælland sannfærandi 5-1 sem þýðir að FCK er meistari 2023.
Nordsjælland þurfti á þremur stigum að halda til að eiga möguleika á titlinum en sú von er nú úti.
FCK vann lið Viborg fyrr í dag með tveimur mörkum gegn einu þar sem bæði Hákon og Ísak komu við sögu.