Kylian Mbappe hefur staðfest það að hann sé ekki á förum frá franska félaginu í sumarglugganum.
Mbappe er einn besti leikmaður heims en hann er einn allra mikilvægasti leikmaður PSG sem vann titilinn um helgina.
Mbappe er oft orðaður við brottför frá PSG en Real Madrid ætlar sér að semja við leikmanninn einn daginn.
Frakkinn hefur þó staðfest það að hann sé ekki að fara á næstunni og mun spila í París næsta vetur.
,,Það er hætt að orða mig við önnur félög? Ég er mjög ánægður hér hjá PSG og að vera hluti af þessu verkefni,“ sagði Mbappe.
,,Ég verð hér á næstu leiktíð,“ bætti Mbappe við en hann skoraði 40 mörk í 42 leikjum á tímabilinu.