Það er útlit fyrir það að Antony verði klár fyrir leik Manchester United gegn Manchester City um næstu helgi.
Antony meiddist í vikunni gegn Chelsea en hans menn unnu þá sannfærandi 4-1 sigur og tryggðu Meistaradeildarsæti.
Antony sást á hækjum fyrir leik gegn Fulham í gær en það var lokaleikur Man Utd í ensku úrvalsdeildinni.
Erik ten Hag, stjóri Man Utd, er þó vongóður og segir að útlitið sé ekki slæmt og að það séu góðar líkur á að Brassinn verði klár.
Um er að ræða úrslitaleik enska bikarsins og væru það flottar fréttir fyrir Rauðu Djöflana ef Antony verður til taks í viðureigninni.
Fréttirnar koma ansi mikið á óvart þar sem leikmaðurinn var eins og áður sagði á hækjum á leik gærdagsins.