Arsenal neitaði að setja kaupákvæði í nýjan samning Bukayo Saka en enskir miðlar fullyrða þessar fréttir.
Saka skrifaði undir nýjan samning á dögunum en hann var styttri en margir bjuggust við eða til ársins 2027.
Ástæðan fyrir lengd samningsins er ákvörðun Arsenal að neita að samþykkja kaupákvæði sem Saka og hans umboðsmenn vildu upprunarlega fá.
Að lokum var komist að samkomulagi um að stytta samninginn sem hefði annars runnið út árið 2029.
Saka er 21 árs gamall vængmaður en hann er mesta vonarstjarna Arsenal og átti frábært tímabil í vetur.